Yfir hafið
Þorsteinn Einarsson
Ef þetta er draumur og þú ert ekki til
þá hefur myndast í eilífðina bil
og engin getur fyllt það tómarúm
engin nema þú
þó að mér lítist oft ekki á blikuna
þá leitar hugur minn upp til skýjanna
og þegar birtir loksins yfir hel
þá kemur þú til mín
en ég verð víst að sætta mig við að
það er ei gefið að eiga vissan stað
og engin veit hið eina rétta svar
nema kanski þú
ef ég þá bið þig að vitja mín í nótt
þú getur komið og minninguna sótt
og yfir hafið ferðast kveðjan mín
áleiðis til þín