Undir fót

Sigurður Guðmundsson

Landi, þér verður ei líknin úr því
að leggja mig undir fót.
Í tötrum þó liggi hér ótalið það
sem ælir þér nokkra bót.

Þó öllu þú sáir og vonir í vor
að visni ekki stráið mjótt.
Þú veiku með lífsmarki lafir í skor
uns leggstu í næstu sótt.

En sjá, þér er borgið
og borgin er þín.
Þótt björgin sé aðeins súr.
Þú glápir en greinir ei annað en
þennan óyfirkleifa múr.

Sumarið líður sem Leiðrétting' ein
og síðan er komið haust.
Það kólnar og kuldinn þín bítur í bein.
Og köttur í skjólið skaust.

Þó vefjirðu ull utan visnandi kropp.
Með vafa og tættum leir.
Er áranum þyngra að innbyrða popp
ef allur ertu orðinn meyr.

En líttu á mánann og líttu þér nær.
Er logi í æðum rann -
þú gegn varst og gildur,
gjöfull og mildur.
En gjallið í brjósti brann.

Curiosità sulla canzone Undir fót di Hjálmar

Chi ha composto la canzone “Undir fót” di di Hjálmar?
La canzone “Undir fót” di di Hjálmar è stata composta da Sigurður Guðmundsson.

Canzoni più popolari di Hjálmar

Altri artisti di Reggae music