Húsið Hrynur

Þitt hús er bjart sem helgidómur
Þitt hús er dýrðlegt sem kóngsins slot
Þú átt á banka þitt kaup og krónur
Þú kemst víst tæplega í matarþrot

Og sælt er að lifa við gull og gengi
Þín gæfa er mikil svo björt og hlý
Þú hvorki sorgir né þrautir þekkir
Og þjónar drottni með kurt og pí

En milli þilja í þínu húsi
Er þrotlaust unnið hvern dag og nótt
Með hvössum tönnum, er nagað, nagað
Og nagað mest þegar allt er hljótt

Þitt hús er voldugt og viðir sterkir
Og veggir traustir með saum og hnoð
En hvassar tennur sem naga og naga
Þær naga í gegn hverja máttarstoð

Og bráðum tapast þitt gull og gengi
Og gæfan hverfur svo björt og hlý
Þér finnst hann sár slíkur sleggjudómur
En slotið hrynur með kurt og pí

Curiosità sulla canzone Húsið Hrynur di Hjálmar

Quando è stata rilasciata la canzone “Húsið Hrynur” di Hjálmar?
La canzone Húsið Hrynur è stata rilasciata nel 2005, nell’album “Hjálmar”.

Canzoni più popolari di Hjálmar

Altri artisti di Reggae music