700 Þúsund Stólar

Þó ég gæfi upp öndina, ófær um andardrátt framar
Andlit mitt gapandi í loftið sem ekkert er
Hjarta mitt brostið og greindin beinhvítur hamar
Þá barn, í huganum væri ég ávallt hjá þér

Ef veröldin snerist á hæli og léti sig hverfa
Hánefjuð hefði sig burt með hurðir og gler
Þá veggirnir grétu og gólfið, það myndi sverfa
Burtgengin spor sem enginn lengur sér

Ef lægi mitt lík í miðið og mælti eigi
Svo mátulegt væru slík örlög, hygði einhver
Því aldrei eins vitlaus og volaður hefði neinn tregi
Velkst í brjósti sem banaði sjálfum sér

En gæti ég andað á ný og með augunm skæru
Örlitla mæðu og stundarkorn leikið mér
Og gluggi og hurð á herbergisveggjunum væru
Og 700 þúsund stólar, ég settist hjá þér

Curiosità sulla canzone 700 Þúsund Stólar di Hjálmar

Quando è stata rilasciata la canzone “700 Þúsund Stólar” di Hjálmar?
La canzone 700 Þúsund Stólar è stata rilasciata nel 2005, nell’album “Hjálmar”.

Canzoni più popolari di Hjálmar

Altri artisti di Reggae music